Færslur: 2008 Ágúst31.08.2008 00:05Baldvin Njálsson með 3ja tonna halHér sjáum við togarann Baldvin Njálsson GK 400 sem er í eigu Nesfisks ehf., í Garði, taka inn 3ja tonna hala á Straumnesbanka. 2182. Baldvin Njálsson GK 400 © mynd Þorgeir Baldursson 2008 Skrifað af Emil Páli 31.08.2008 00:00BrúarfossType: Container. - Builder: Örskov Staalskibsværft, Frederikshavn, Denmark. - Year of build: 1992. - Ex.: Grete Sif ´, Maersk Euro Quarto ', Grete Sif '. - Callsign: *. - Dimension: 8.609 DW, 724 TEU's, 127,0 x 20,50 x 7,50. - Port of registry: St. John's Antiqua & Barbuda. -- Þessar upplýsingar um skipið má finna á Google. Brúarfoss © mynd Jón Páll Ásgeirsson 2007 Skrifað af Emil Páli 30.08.2008 15:26Guðrún VE á leið í pottinn 243. Guðrún VE 122 © myndir Jón Páll Ásgeirsson 2004
Eftirfarandi texti birtist á bloggsíðu Þorbjörns Víglundssonar í Vestmannaeyjum og endurbirti ég hann hér, en vonandi verður hann ekki ósáttur við það. Síðan fékk ég lánaða mynd frá Jóni Páli af bátnum. Pétursey ehf hefur selt Guðrúnu VE 122 til Noregs og er kaupandinn Norskt útgerðarfélag. Þeir munu nota Guðrúnu sem svo kallaðann "kvótahoppara" en þá munu þeir gera skipið út til skamms tíma til fiskveiða en nota það svo til einhvers kvótabrasks. Þá mun skipið liggja verkefnalaust í ákveðinn tíma en fara svo að lokum í pottinn. Guðrún Ve 122 er sögufrægt skip eða bátur, það fer eftir því hvernig menn skilgreina muninn. Guðrún Ve 122 var keypt til Eyja í kringum 1990 eða það minnir mig. Ég er ekki neinn sagnfræðingur þegar kemur að sögu skipa og báta. En Guðrún VE var áður með GK stafi og held ég að hún hafi verið gerð út frá Hafnarfirði en það voru einkennisstafir Gullbringu og Kjósarsýslu, GK. Á þessum bát var á sínum tíma fangaður einn frægasti háhyrningur seinni tíma hann Keikó eða Siggi eins og hann var kallaður sína fyrstu daga í umsjá Íslenskra manna. Það vita allir hvernig fór fyrir Keikó og er Guðrún á leið sinni til að mæta svipaðra örlaga. Þ.e.a.s. fara til Noregs og enda ævina þar. Simmi og félagar eru á leið sinni með bátinn yfir hafið til Noregs og vona ég að það gangi vel hjá þeim þrátt fyrir leiðinda veður. Ég var um skeið á Guðrúnu VE á netaveiðum með Simma og var það skemmtilegur tími þrátt fyrir arfaleiðinlegt veiðarfæri. En á þessum tíma var maður ungur og óreyndur og hafði ekki vit á öðru. Í dag hins vegar þá dáist ég af þeim sem nenna að draga þessar druslur allt árið og kroppa fisk-kvindin úr þeim. Þessu til viðbótar þá hét báturinn fyrst Guðrún GK 37 og var frá Hafnarfirði, en var síðan seldur Sæhamri í Eyjum í des. 1988. Í ágúst 2003 var það á pappírum í eigu Gjögurs ehf. við sameiningu Sæhamars og Gjögurs, en í sameiningadrögunum var gert ráð fyrir að skipið yrði selt Pétursey ehf. í Vestmannaeyjum sem varð reyndin. Skipið hefur smíðanr. 17 hjá Brattvaag Skipsinnredning A/S í Brattvaag, Noregi 1964. Skrifað af Emil Páli 30.08.2008 00:13Hugborg SH 87Bátur þessi hefur smíðanr. 29 hjá Trésmiðju Austurlands hf. á Fáskrúðsfirði og er frá árinu 1972. Nöfn þau sem hann hefur borið eru ekki mörg, en þau eru: Haffari RE 126, Hugborg SH 173 og Hugborg SH 87, en hann strandaði á Balatá við Keflavíkurbjarg milli Hellissands og Rifs 29. sept. 1994 og brotnaði það illa að ákveðið var að brenna hann á staðnum. 1282. Hugborg SH 87 © mynd Emil Páll 1989 Skrifað af Emil Páli 30.08.2008 00:05Jón Garðar GK 510Útgerðarsaga þessa skips var mjög stutt. Skipið hafði smíðanr. 1182 hjá Scheepswerft De Beer N.V. í Zaandam í Hollandi 1960 og bar nafnið Jón Garðar GK 510. Það sökk 22. jan. 1964, 16 sm. SA af Hjörleifshöfða. Jón Garðar GK 510, mynd úr safni Emils Páls, en ljósmyndari er ókunnur. Skrifað af Emil Páli 30.08.2008 00:00HaukurÞetta skip er smíðað 1990 hjá skipasmíðastöð sem heitir Sava,en eitthvað vantar meira við nafnið á stöðinni en ég held að hún sé í Mitrovice í Tékkóslovakíu sm.no.298. Fyrsta nafnið var Sava River og árið 2000 varð það Haukur, en um framhaldið er ekki vitað.
Haukur © mynd Þorgeir Baldursson 2005 Skrifað af Emil Páli og Óskari Franz 29.08.2008 00:12Arnarnes ÍS 42 - Hvað vitið þið um sögu þessa skips?Þetta skip á sér nokkuð mikla sögu hérlendis, bæði varðandi það hvernig hann komst í eigu íslendinga, sem og mikla nafna og útgerðarsögu. Til að gefa ykkur lesendur góðir, möguleika á að geta til um sögu skipsins, mun ég bíða með það fram á sunnudag að segja hana alla, nema hún verði komin hér áður, þá mun ég að sjálfsögðu staðfesta hana.
Skrifað af Emil Páli 29.08.2008 00:05Kristrún RE 177 og skipstjóri hennar2774. Kristrún RE 177 Helgi skipstjóri á Kristrúnu RE 177 © myndir Þorgeir Baldursson 2008 Skrifað af Emil Páli 27.08.2008 21:35Christian í Grjótinu seldur til ChileMargir íslendingar kannast við færeyska uppsjávarveiðiskipið Christian í Grjótinu. Samkvæmt fréttasíðu Joanis Nielsen www.joanisnielsen.fo hefur skipið nú verið selt til Chile. Christian í Grjótinu, mynd af vefnum joanisnielsen.fo Skrifað af Emil Páli 27.08.2008 19:55Sea Hunter ex Sunna KE 60 komin með rússneskt flaggNú síðdegis kom Sea Hunter sem áður hét Sunna KE 60 til sinnar gömlu heimahafnar Reykjanesbæjar. Togarinn er eins og sést á myndunum sem teknar voru áðan, kominn undir rússneskan fána. Sea Hunter í Njarðvíkurhöfn síðdegis © myndir Emil Páll 2008 Skrifað af Emil Páli 27.08.2008 00:15Dragnótaveiðar í BuktinniDragnótaveiðar í Faxaflóa fara nú senn að hefjast að nýju og sækja bátarnir þá mikið í að fá að veiða í Bugtinni, en það eru þó ekki allir dragnótabátar sem hafa heimild til að veiða þar. Þeir sem það hafa munu í upphafi flestir landa og róa frá Keflavík, en þó einhverjir af höfuðborgarsvæðinu. Útgerðarmenn umræddra báta hafa notað flestir síðustu vikur til að taka bátana í slipp, mála og lagfæra það sem að er. Hér sjáum við einn þeirra Farsæl GK 162, ný kominn út slipp í Njarðvík. 1636. Farsæll GK 162 © mynd Emil Páll 2008 Skrifað af Emil Páli 27.08.2008 00:01Um borð í Kaldbaki EA 1Leyst frá pokanum og skorið á þenslugjarðir Úlfar Hauksson vélstjóri með stóra ýsu, þessi er ein sú stærsta sem veiðst hefur eða 100 sm. og 4,5 kg. en sú stærsta mun hafa verið 109 sm © myndir Þorgeir Baldursson 2008 Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 3707 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1122833 Samtals gestir: 52257 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 07:37:54 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is